Gott að vita fyrir ungbarnamyndatöku

Best er að panta myndatökuna í kringum áætlaðan fæðingardag. Til að tryggja tímann þinn skaltu hafa samband þegar þú veist áætlaðan fæðingardag, þú hefur svo strax samband og barnið er fætt og við finnum tíma handa þér þegar barnið er í kringum viku gamalt. Þegar þú greiðir staðfestingargjaldið ertu búin að tryggja þér tíma í myndatökuna.

Best er að koma áður en barnið verður tveggja vikna, en ástæða þess er að þá sefur það mjög vært og mun auðveldara að meðhöndla þau í myndatöku en þegar þau eru orðin eldri.

Ljósmyndarinn getur einnig komið heim til þín og myndað barnið þar ef það hentar betur.

Það er samt aldrei er of seint að koma með ungabarn í myndatöku.

Myndatakan.

Myndatakan sjálf getur tekið allt að fjóra tíma.

Ef myndatakan gengur ekki eins og við viljum, þá færðu nýjan tíma og við reynum aftur.

Í barnamyndatöku er gott að velja hentug föt sem koma vel út í myndatökunni. Við aðstoðum og gefum ráðleggingar hvað það varðar.

Komdu í heimsókn, hringdu eða sendu tölvupóst og við förum yfir það saman hvernig myndir og bakgrunn þú vilt fá og vinnum út frá því.

Við eigum til í stúdióinu alls konar hlutir, svo sem bangsar, vagnar, körfur, teppi, hárskraut og fleira sem hægt er að nýta í myndatökunni.

Við getum einnig ráðlagt þér hvers konar teppi og hluti er best að koma með, því það er alltaf persónulegra að vera með sinn bangsa og eða teppið sem amma prjónaði.

Barnið sjálft er að sjálfsögðu mesta skrautið, ekki gleyma því og einfaldleikinn of bestur.

Ungabarnamyndataka er líka dásamleg gjöf að gefa.

Eigum fallegar gjafaöskjur með gjafakorti.

 

_MG_3609_krissy ungabarnamyndir_krissy

_MG_1790_J_Krissy

Ungabarn
Myndataka
ungabarn i myndatöku
6 daga gömul