Gott að hafa í huga fyrir fermingar myndatökuna

Til að hægt sé að hafa myndirnar til sýnis í fermingarveislunni þarf að koma þremur vikum fyrir fermingardaginn.

Gott er að hafa með nokkur sett af aukafötum, Sparifötin, hversdagsfötin, íþóttafötin og allt sem því fylgir. Einig er sniðugt að taka hljóðfærið, gæludýrið, eða jafnvel besta vininn/vinkonu með í myndatökuna.

Fermingarbörn eru best í að velja sjálf hvað þau vilja hafa með sér. Þetta er jú þeirra dagur og við viljum fá gleðiglampann í augum þeirra, þá er ljósmyndarinn og allir sáttir.

Fermingarmyndataka tekur rúmlega 1– 2 klst fer eftir fjölda mynda og ljósmyndarinn hættir ekki fyrr en hann er sáttur með árangurinn.

Ef taka á fjölskyldumyndir og systkinamyndir þá er gaman að hafa alla í stíl tildæmis í ljósum eða dökkum litum. Eins hafa lopapeysur komið mjög skemmtilega út.

Fallegar snjómyndir eru ekki síðri en sumarmyndir.

Hægt er að blanda myndatökunni og mynda bæði úti og inni í stúdíói.

Ef fjölskyldan kemur með í myndatökuna er best að þau komi öll í upphafi myndatökunar og fari aftur stax, er fjölskyldumynd og systkin hafa verið mynduð, því athyglin á jú að snúast um fermingarbarnið. Oft er mikil truflun að hafa of marga í kringum sig.

Með kærri kveðju Krissy ljósmyndari krissy ljosmyndari